1. gr. Félagið heitir “Samtök tónlistarskólastjóra” skammstafað STS og er fagfélag tónlistarskólastjóra.
2. gr. Markmið samtakanna er að stuðla að faglegu samráði og símenntun tónlistarskólastjóra og um leið að vinna að bættri tónlistarmenntun í landinu.
3. gr. Allir starfandi tónlistarskólastjórar og aðstoðarskólastjórar á landinu geta orðið félagar. Ef vafi leikur á, skal stjórnin kveða á um hverjir teljist félagsbærir.
Einungis skuldlausir félagar eiga atkvæðisrétt á aðalfundi STS.
4. gr. Stjórn samtakanna skipa þrír menn; formaður, ritari og gjaldkeri. Stjórnin skal kosin leynilegri kosningu til tveggja ára í senn. Annað árið skal kjósa einn nýjan stjórnarmann og hitt árið tvo.
Stjórnin skiptir með sér verkum. Varastjórn skipa þrír menn og skal sami háttur hafður á og með kosningu stjórnar..
5. gr. Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en en 22. október ár hvert. Fundurinn skal boðaður skriflega fyrir 15. júní ár hvert. Dagskrá kynnt í þeirri fundarboðun:
Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Skýrsla stjórnar.3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.4. Kosning í stjórn, varastjórn, og tveggja endurskoðenda.5. Árstillag ákveðið.6. Lagabreytingar7. Önnur mál
6. gr. Ef brýna nauðsyn ber til að mati stjórnar eða minnst tólf félagsmanna, skal boða til félagsfunda á milli aðalfunda og má fyrirvari eigi vera minni en ein vika.
7. gr. Reikningsár samtakanna er milli aðalfunda.
8. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur til lagabreytinga skulu vera skriflegar og fylgja fundarboði.