Ályktun STS vegna endurskoðunar á aðalnámskrá tónlistarskóla

Reykjavík 6. nóvember 2024

Ályktun Samtaka tónlistarskólastjóra vegna endurskoðunar
á almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla.

Samtök tónlistarskólastjóra gera athugasemd við vinnubrögð við endurskoðun á
almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla og skort á samráði við starfshóp sem
skipaður var um endurskoðun aðalnámskrár.

STS telur að frekari aðkoma fulltrúa tónlistarskólanna og sérfræðinga í starfshópnum
hefði verið æskileg í ferlinu. Þá gera samtökin einnig athugasemd við samskiptaleysi og
skort á samstarfi við Samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar við endurskoðun
aðalnámskrár. STS telur að þarna sé farið á mis við mikilvægt tækifæri til þess að nýta
krafta nefndarinnar í þágu tónlistarmenntunar og skora á ráðuneytið að virkja hana til
aukins samstarfs um aðalnámskrá og önnur brýn verkefni.

STS fagnar því að endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla sé hafin, ýmsar jákvæðar
breytingar er að finna í drögunum sem lögð voru fram í samstarfsgátt. Drögin bera þess
þó merki að vera unnin í flýti. Mikilvægt er að vanda vel til verka og að virkt samráð sé við
fagaðila og sérfræðinga innan tónlistarskólanna í þeirri vinnu sem fram undan er.

Stjórn Samtaka tónlistarskólastjóra,
Anna Rún Atladóttir
Aron Örn Óskarsson
Jarl Sigurgeirsson
Jóhann Morávek
Linda María Nielsen
Sóley Þrastardóttir