Fræðslu- og endurmenntunardagur STS var haldinn í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði þann 17. janúar síðastliðinn.
Þátttaka var góð en um 50 stjórnendur tóku þátt.
Þétt dagskrá var frá kl. 09:30-16:00. Eiríkur Stephensen og Stefán Ómar frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar tóku vel á móti hópnum og sýndu glæsilegt útibú tónlistarskólans í grunnskólanum. Stjórnendur ræddu ýmis innri málefni skólanna og unnu saman í umræðuhópum. Fyrirlesarar voru þau Edda Björgvinsdóttir og Eyþór Eðvarðsson, en Eyþór var með vinnustofu með stjórnendum þar sem tekin voru fyrir ýmis starfsmannamál of samskipti á vinnustaðnum.