Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Júlíana formaður STS til 6 ára ákvað að gefa ekki kost á sér áfram í stjórn samtakanna. Tímabil Valdimars var einnig búið en hann gaf kost á sér áfram sem var samþykkt samhljóða. Sandra Rún á eitt ár eftir af sínu tímabili. Því var nýr aðili kosinn í stjórn og var það Jóhann Morávek sem kemur inn í stjórn. 

Eftir fyrsta fund nýrrar stjórnar skiptir hún með sér verkum eftirfarandi:

  • Formaður: Sandra Rún Jónsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
  • Gjaldkeri: Jóhann Morávek, skólastjóri Tónskóla Ausur-Skaftafellssýslu
  • Valdimar Másson, skólastjóri Tónskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar og Breiðdals

 

Ný stjórn er spennt fyrir komandi ári!