Dagana 4-6. október var haustþing STS haldið í Vestmannaeyjum. 28 stjórnendur sóttu haustþingið sem var vel heppnað í alla staði. Dagskrá fór fram í Tónlistarskóla Vestmannaeyja og í sal Akóges, ásamt því var farið í óvissuferð og hátíðarkvöldverð á veitingastaðnum Einsa Kalda. Stjórn STS þakkar gestgjöfum okkar í Vestmannaeyjum, þeim Jarli Sigurgeirssyni og Birgi Nielssyni fyrir höfðinglegar móttökur.
Aðalfundur samtakanna fór fram á lokadegi haustþingsins þann 6. október og var ný stjórn kosin á fundinum.
Sandra Rún Jónsdóttir formaður samtakanna undanfarin 4 ár er á leið í fæðingarorlof og gefur ekki kost á sér í stjórn á komandi kjörtímabili. Stjórn STS þakkar Söndru kærlega fyrir öflugt og gott starf undanfarin ár.
Anna Rún Atladóttir gaf kost á sér í stjórn og var framboð hennar samþykkt samhljóða á fundinum. Aron Örn lýkur sínu seinna tímabili í stjórn en gefur áfram kost á sér og var það einnig samþykkt samhljóða. Jóhann Morávek á eitt ár eftir af sínu tímabili í stjórn. Jarl Sigurgeirsson gaf kost á sér í varastjórn og var framboð hans samþykkt einróma. Linda María og Sóley eru á sínu öðru tímabili í stjórn.
Stjórnin hefur fundað og skipt með sér verkum fyrir komandi starfsár.
Aðalstjórn STS skipa 2024-2025:
Varastjórn STS skipa: